Síðasta helgi..

02 Sep 2017

Glansmyndir síðustu helgar þegar ég fékk föður minn til þess að smella nokkrum af dóttur sinni loksins með varalit og í kjól. Enginn glans samt - ekkert location (undir þakkassanum hjá foreldrum mínum, jú til að forðast rigninguna), ég þurfti meira að segja að kenna honum að ýta á takkann á "smartsímanum" eins og hann kallaði hann. En hann stóð sig með ágætum og ég er handviss að við höfum skemmt nágrönnunum pínu.

Meðan á þessum skrifum stendur er glansinn svo mikið sem enginn, ég sit hérna í tungunni á sófanum og lít út fyrir að vera heimilislaus. Sú outfit færsla yrði heldur betur skemmtilega súr. 

Ég hef ekki mikið verið að klæða mig upp á síðustu misserum en síðasta helgi var undantekning. Við skelltum okkur á heimaslóðir og fórum á árgangsmót hjá árganginum hans Hjálmars, 1988. Heil helgi full af fjöri & fylleríi. Ég klæddist glænýjum kjól frá Selected á fínna kvöldinu og keypti mér svo nýja peysu úr Aware línunni frá Vero Moda fyrir kasjúal kvöldið. 

_________