ALL PINK EVERYTHING

04 Sep 2017

Ég ákvað að fara all in um helgina og klæðast bleiku frá toppi til táar. Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er ég mikið fyrir dragtir og samstæð sett. Ég ákvað að mixa mitt eigið sett út flíkum frá Zöru. Buxurnar fékk ég í sumar en skyrtan er ný. Skórnir eru einnig úr Zöru en þeir hafa verið mikið notaðir síðan ég keypti þá fyrir um ári síðan.
Það mætti halda að ég væri sponsuð af þessari blessuðu búð en svo er ekki. Er einfaldlega mikill aðdáandi. Hvort sem það er hér heima eða erlendis, finn mér alltaf eitthvað fallegt. 
 

Mér finnst pínu fyndið að ég sé byrjuð að kaupa mér bleikar flíkur. Þegar ég var yngri þá hataði ég þennan lit og var blár alltaf í miklu uppáhaldi og er enn þann dag í dag. Mér finnst miklu meira um að fólk sé að þora að klæðast litum um þessar mundir og tek því fagnandi. 
Það hefur allavega fjölgað í litaflórunni í mínum fataskáp upp á síðkastið sem ég er að elska!

____________________________________

Skyrta - Zara
Buxur - Zara
Skór - Zara
Belti - Urban Outfitters 
Eyrnalokkar - Vero Moda 
Hringar - Selected