MÆLI MEÐ - MEDIA NOCHE Í SAN FRANCISCO

11 Sep 2017

Ég fór ásamt tveimur vinkonum mínum á æðislegan kúbverskan veitingastað í San Francisco í síðustu viku. Media Noche heitir staðurinn en ég fann hann á instagram á netvafri eitt kvöldið.

Ótrúlega fallegur og bjartur staður sem er ekki einungis þekktur fyrir góðan mat heldur dregur útlit staðarins fjöldan allan að.
Ég las mig aðeins til um staðinn sem opnaði fyrr á þessu ári og rakst á viðtal við hönnuðinn, Hannah Collins
Þar segir hún frá því að staðurinn hafi að miklu leyti verið hannaður með instagram myndir að leiðarljósi.

Það er mjög fyndið að pæla í því hvað samfélagsmiðlar eins og instagram eru í raun farnir að hafa mikil áhrif á markaðssetningu. Veitingastaðir eru því farnir að hugsa mun meira um lýsingu og hvað mun draga fólk að til þess að vilja taka myndir á staðnum. 
Í þessu tilfelli eru það gólfflísarnar, banana veggfóðrið á baðherberginu og flamingo veggur fyrir utan staðinn sem virðist draga fólk að.
Maturinn er þó alls ekki síðri en staðurinn sjálfur en ég smakkaði geggjaða samloku sem ég get ekki beðið eftir að fá aftur. Hægt er að sjá maðseðil hér
 



Þessi staður hitti beint í mark!
Mæli með ef þið eruð á leið til San Francisco.