Nýtt og persónulegt plakat

14 Sep 2017

Ég hef hingað til ekki verið mikið fyrir götukort, landakort og þess háttar en ég rakst á þetta í versluninni Winston Living niðri bæ.
Þetta varð frá því að vera rosalega einfalt kort af Barcelona í að verða mjög persónulegt fyrir mig þegar ég keypti það.

Vöruna keypti ég sjálf.Þetta eru plaköt frá My Guide To er röð af borgarveggspjöldum í takmörkuðu upplagi eftir David Ehrenstråhle. Plagötin eru götukort af borgum ásamt því að hafa smá texta þar sem hann skrifar um uppáhalds staðina sína sem hann fór á þegar hann eyddi tíma í borginni. Hann skiptir textanum niður í litla dálka eins uppáhalds veitingastaði, kaffihús, klúbba og hluti til að gera í borginni.  Plakatið er einnig merkt með ártali hvenær hann var þar og skrifaði um staðina.
Barcelona plakatið er frá því að hann var það 2017 (árið sem ég hef búið þarna) og flest allir staðirnir sem hann skrifar um eru staðir sem eru líka í uppáhaldi hjá mér. Meira að segja pínu lítill brasilískur staður sem við förum reglulega á nefnir hann á plagatinu. Öll veggspjöldin eru í takmörkuðu upplagi og eru númeruð og árituð.
Plakötin koma í tveimur stærðum og ég keypti mér stærra.Það eru til fleiri borgir eins og Berlín, París, New York og fleiri.
Winston Living er ótrúlega falleg búð sem þú ættir að kíkja í næst þegar þú ferð niðri miðbæ.
Heimasíðuna til að skoða úrvalið finnur þú hér.