Monkey Beanies

17 Sep 2017

Gunnar og Steinar fengu þessar fallegu húfur að gjöf núna um daginn. 


Við mæðgin erum ótrúlega ánægð með þessar fallegu húfur en þær eru frá merki sem kallast Monkey Beanies. Húfurnar fást í fullt af fallegum litum og í stærðum frá 3-16 ára. Það er hægt að velja um dúska annað hvort Silfur Ref eða Þvottabjarna en svo er hægt að smella dúskunum af þegar húfurnar eru þvegnar. Mér finnst alltaf skemmtilegt að eiga svona fínni húfur fyrir helgarnar eða eftir leikskóla. Þið getið skoðað úrvalið hér. Takk fyrir okkur Monkey Beanies þessar húfur verða mikið notaðar.