Þvílík höll

18 Sep 2017

Ég er komin aftur, eftir aðeins of langa pásu. Lífið er allt að komast í rútinu aftur eftir fæðingarorlof og sumarfrí.
Á vafri mínum rakst ég á þetta alltof flotta innlit á síðunni Thewayweplay og fannst kjörið að byrja með því. Eignin er staðsett rétt fyrir utan Stokkhólm og eigandinn hún Malín rekur hönnunarverslunina Layered sem ég mæli með fyrir alla húsgagna unendur að kíkja á.


Eldhús með karakter. Ég er hrifin af litnum og flísunum fyrir ofan eldavélina.


Sum kaffiboð eru betri enn önnur....

Virkilega glæsilegt. Borðstofuborðið er eitthvað annað og stólarnir við, vá! Þó ég mundi alltaf velja mér einn lit á þá.
Það er bara einn kóngur...


Það eru falleg húsgöng, klædd í fallegum efnum sem eru falleg á litinn í öllum hornum.
Bókahillurnar gefa sjarma og gera heimilið persónulegra

Mér finnst dásamlegt að á sumum myndum ef vel er að gáð má sjá dót sem fylgir öllum heimilum þar sem börn búa. Eins og þessar tvær bleiku blöðrur uppí loftinu.


Gyllt ljós, gylltir smáhlutir & trylltar myndir
Þarna ætla ég að leyfa mér að giska á að gamall sófi fékk nýjar sessur og púða, virkar!
Smáatriðin í svefnherberginu eru heldur engin vonbrigði

Það er góð tilfingin að vera byrjuð aftur og hvað þá með innliti sem gefur mér mikinn innblástur.
Heyrumst fljótt!