JULIA & JULIA

22 Sep 2017

Ég elska að fara á falleg kaffihús og veitingastaði og það skortir aldeilis ekki úrvalið af þeim hér í Reykjavík. Julia & Julia í Safnarhúsinu á Hverfisgötu er kaffihús sem er strax orðið í miklu uppáhaldi. 
Við Marta áttum gott stefnumót í síðustu viku og smelltum nokkrum myndum af þessu huggulega og krúttlega kaffihúsi.  

Færslan er ekki kostuð né unnin í samstarfi við Julia & Julia. 
 

Dress 

Buxur - Levis 501 skinny
Jakki - Topshop
Skór - Jeffrey Campbell (Gs skór) 


_____________________________________

Æðislega skemmtilegur staður með hlýlegt & gamaldags andrúmsloft. Dýrindis veitingar og ég elska litlu smáatriðin - sérmerktu glasamotturnar og drykkirnir eru bornir fram á silfurfati sem mér finnst ansi huggulegt.