Falafel píta

25 Sep 2017

Í þessari færslu er ég ekki með uppskrift af falafel-bollunum, en það sé klárlega á lista hjá mér að gera þær frá grunni. Ég keypti tilbúnar, gerði salat og meðlæti með. Fullkomin  og fljótleg uppskrift fyrir meatless monday.Faðir minn eins og kannski margir aðrir Íslendingar er aðdáandi Cosco og keypti falafel-bollur án þess að hafa hugmynd hvað ætti að gera við þær.
Ég skellti í gott salat, sósu, hummus og pítubrauði.
Einfalt og fljótlegt að gera.

Bollurnar fóru bara inní ofn í 15 mínútur og voru tilbúnar.
Salat

Gúrka
Rauðlaukur
Paprika
Granatepli
Steinselja
Olífu olía
Rauðvínsedik (getur líka kreist 1/2 sítrónu)
Salt og pipar

Sósa

Hreint jógúrt
1 hvítlauksgeiri
1/2 lime
Smátt söxuð 1/4 gúrka (best að nota rifjárn)
Salt&pipar

og

1 rauðkálshaus látið liggja í 1 msk af rauðvínsediki í 15 mínSætar kartöflur

2/3 sætar kartöflur
1/2 tsk cayanne pipar
1/2 tsk cumin
salt&pipar
Olía

Inní ofn á 180° í 30 mín.

Borið fram með smá af jógúrsósunni og saxaðri steinselíu.
#meatlessmonday

Marta Rún