HAUSTIÐ Í G17 & GS SKÓM - PT. I

26 Sep 2017

Ég fór nýverið í verslanirnar Gallerí 17 og GS Skó og kíkti á nýju fallegu haustvörurnar. 
Ég valdi vörur sem að heilluðu mig hvað mest og fékk Söru Dögg bloggara hér á FEMME í lið með mér. Eins og þið hafið kannski tekið eftir er Sara nýverið flutt í fallega íbúð í bryggjuhverfinu og var svo sæt að leyfa mér að nota stofuna sína í þessa skemmtilegu myndatöku. Hún setti sig sömuleiðis í hlutverk ljósmyndara og er ég henni ævinlega þakklát enda sést það á útkomunni sem þið fáið að sjá hér að neðan.

 
Þar sem að þetta eru nokkur dress og ansi margar myndir þá hef ég ákveðið að hafa þessa færslu í nokkrum pörtum. 
Hér kemur fyrsti parturinn. 

___________________

Þessi færsla er unnin í samstarfi við NTC. 
 
Þessi fallega djúsí gráa peysa á hug minn allan. Hún er frá danska merkinu Samsoe Samsoe.
Fullkomin fyrir haustið og komandi vetur.
Það er greinilegt að dönsk hönnun er í miklu uppáhaldi en skórnir eru frá merkinu 
Gardenia Copenhagen. 

_______________________


Endilega fylgist með á næstu dögum ef þið eruð spennt að sjá Part II.