Draumar haustsins

27 Sep 2017

Ó haustin. Búðir landsins fyllast af fallegri hönnun, gamalli eða nýrri og mögulega í nýjum litlapalletum sem marka trendliti haustsins. Hérna eru nokkrir hlutir sem ég hef augastað á, líklega eignast í fæsta af þeim. En það má alltaf láta sig dreyma og eiga óskalista.

Posea bekkur frá Snúrunni. Hann er fallegur og væri nytsamlegt stofustáss.


Kokteilglösin frá Fredrik Bagger. Þau eru glæsileg og mundi ég glöð drekka úr þeim.


Fyrirtækið Menu er að gera góða hluti að mínu mati. Þessi vasi hefur heillað mig frá því ég sá hann væntanlegan frá þeim. Nýju pov stjakarnir eru mjög fallegir og fallegri en þeir sem eru nú þegar til að mínu mati. Marmara spegill er ekki nýr frá þeim en ég hef heillast að honum lengi.


Gylltu hnífapörin frá Bitz eru með þeim fallegustu sem ég hef séð. Gyllt hnífapör mundu passa vel við diskana mína.

Vedbo frá IKEA,  hann er flottur og þægilegur.  


Gylltur ananasopnari úr Hrím. Geggjaður!