Hið fullkomna Lasagna

28 Sep 2017

Það elska flestir lasagna og sérstaklega þegar fer aðeins að kólna þá er gott að fá heitan og góðan vetrar mat. Það eru til ótal margar útfærslur af lasagna með mikið af grænmeti og allskonar fyllinum. Það sem mér finnst gott við þetta er að það er lítið af hráefnum en ótrúlega góð hráefni. Það sem spilar lykilhlutverk í þessari uppskrift er rauðvínið. Það er mikilvægt að nota gott rauðvín í uppskriftina. Nota rauðvínið í uppskriftina sem þú ætlar að drekka með matnum. Uppskriftin er eftir snillinginn og Ítalíumannin Gennaro Contaldo.

Hvíta sósa:

50 g smjör

40 g hveiti

1/2 lítri mjólk

50 g parmesan ostur

salt og pipar

smá múskat
 

Hitið hellu á frekar lágum hita og bræðið smjörið, hellið síðan hveitinu í og hrærið þangað til það er orðið að einhvers konar þykku kremi.

Bætið síðan mjólkinni, parmesan ostinum, saltinu, piparnum og múskatinu við og hrærið í 10 mín.

Þetta er rosalega fljótt að þykkna og verður að þykkri sósu þannig passið að standa við helluna og hræra reglulega.


Hakkblandan:

1 pakki hakk

2 bay lauf (lárviðarlauf)

1 laukur

1/2 bolli rauðvín 

3 dósir hakkaðir tómatar

2 matskeiðar tómatpúrra (paste)

Hálft glas rauðvín.

Fersk basilica
 

Byrjið á að setja smá olíu í stóran pott og hellið hakkinu út í með lárviðarlaufunum og steikið aðeins.

Hellið síðan hálfa bollanum af rauðvíninu út í og látið malla í nokkrar mín. Skerið laukinn í litla bita og blandið honum síðan út í, bætið einnig hökkuðu tómötunum við.

Hellið rauðvíni í ca. hálft glas og setjið tvær matskeiðar af tómtpúrrunni í glasið og leysið það upp með rauðvíninu. Bætið þessu síðan við hakkblönduna og hrærið vel saman.

Rífið eitt búnt af basilíkunni ofan í hakkið, setjið lok á og leyfið að malla í minsta kosti 20-30 mín.
Lang best er að leyfa því að malla í góðan klukkutíma á lágum hita.

Pastað og Osturinn

Lasagna blöð

Parmesan ostur

3 ferskar mozzarella kúlur.

 

Aðferð:

Byrjið á að setja hakkblönduna í botninn.

Hellið síðan smá af hvítu sósunni yfir.

Rífið niður parmesan ost og rífið í höndunum mozzarella ostinn og dreyfið og svo í kjölfarið þekjið formið með lasagnablöðum.

Endurtakið síðan í eins mörgum lögum og þið náið.

Bakið í ofni á 180° í 35-45 mín.

Setjið álpappír yfir áður en það fer inn í ofn og takið hann af síðustu 10 mínúturnar svo að osturinn brúnist.