HAUSTIÐ Í G17 & GS SKÓM - PT. II

01 Oct 2017

Hér kemur partur II af III úr myndasyrpunni sem Sara Dögg myndaði af mér í fötum og skóm úr Gallerí 17 og Gs skóm í fallegu íbúðinni hennar í bryggjuhverfinu.
Ef þið eruð ekki búin að sjá fyrsta partinn getið þið smellt hér.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við NTC. 

__________________________

 

Þessi skór eru sannkallað listaverk. Mig langar helst að eiga þá sem stofustáss þeir eru svo fallegir. 
Þeir eru frá einu af mínu uppáhalds merkjum, Jeffrey Campbell
 

 

Þetta dress - ég bilast það er svo flott. Tala nú ekki um þægindin! Það fyrsta sem ég hugsaði var - vá hvað það væri geggjað að fara út að borða í þessu! Laust og þægilegt og maður gæti borðað endalaust. 
Ég geri allavega allt of oft þau mistök að fara út að borða í þröngum uppháum buxum og enda alltaf á að þurfa hneppa einni tölu ef ekki tveimur frá. 
Allavega....þetta æðislega sett sem ég fæ ekki nóg af er frá danska merkinu Moss Copenhagen
Rauðu skórnir eru líka frá Jeffrey Campbell og poppa upp látlaust dress líkt og þetta.  

__________________________
 

Undirtektirnar hafa verið vægast sagt frábærar mér til mikillar gleði og gaman að sjá hvað margir hafa verið spenntir að sjá. 
Hlakka til að sýna ykkur Part. III sem kemur inn á næstu dögum. 

Stay tuned!