NÝ SÓLGLERAUGU

05 Oct 2017

Ég keypti mér nýverið Versace sólgleraugu sem eru að vissu leyti nokkuð frábrugðin þeim sólgleraugum sem ég hef keypt hingað til og örlítið út fyrir minn þægindaramma ef svo má að orði komast. Ég er ekki vön að versla mér merkjavöru en mig er búið að langa að eignast flashy og áberandi sólgleraugu í smá tíma og datt inn á þessi á netinu á góðu verði. 

Stór og áberandi gleraugu hafa verið að koma sterk inn að undanförnu og það mætti segja að nánast önnur hver kona eigi svört Gucci sólgleraugu. Ég er þó ekki ein af þeim en pældi í að fá mér slík enda mjög falleg og eiguleg. 
Ég er mjög ánægð með kaupin þó ég viðurkenni að ég hafi gert praktískari kaup. Mér finnst þau ótrúlega skemmtileg í laginu og elska gyllta logoið á hliðinum. Þetta er fylgihlutur sem gaman er að skella upp á góðum sólardegi eða jú hið fínasta stofustáss. 
Þau fást í nokkrum litum,  meðal annars glærum sem ég íhugaði. Svört urðu svo að valinu að lokum en þið getið séð litina hér.  
Gleraugun eru einnig fáanleg í Optical Studio