ZARA HOME óskalisti

06 Oct 2017

Æ það er svo gaman að vafra á svona síðum og dreyma um fallega hluti (og fleiri fermetra til að koma þessum hlutum fyrir). 


Ég hugsa að flest ykkar séuð á sama máli og ég og óskið þess að ZARA HOME væri hér á landi. Hún er bara eitthvað svo fallega krúttleg að undantekningarlaust labbar maður með einhvern varning út, og nánast alltaf ilmkerti eða ilmstangir með. 
 

Ég hugsanlega gæti komið með eitthvað af þessum vörum heim með mér næst. Þessi listi er þó ekki tæmandi, einungis þær vörur sem auðvelt væri að ferja heim í ferðatöskunni. 
Fallegt grátt stell með fallegri hreyfingu sem svipar til vatnsmálun.Svört hátíðarleg hnífapör
Skemmtilegar diskamotturHattabox í sitthvorri stærðinni og stafla þeim saman. Fallegt inn í forstofu eða svefnherbergi. Mjúkur sloppur sem ég myndi líklega nánast aldrei fara úr.

Decor spegill sem myndi sóma sér vel inn á baðherbergi eða jafnvel á náttborði. Húnar sem gætu poppað upp hvaða náttborð/skenk/skáp sem er. Elska svona lítil detail í rýmum.Fallega mynstruð handklæði sem mega vera krumpuð á handklæðaofninum.Ég keypti 1 stk af þessum ramma þegar ég var stödd á Spáni núna í ágúst, ég keypti s.s síðasta eintakið. Ég hefði alveg viljað 1-2 til viðbótar. Það er í rauninni enginn bakgrunnur á myndinni, hún er staðsett á milli glerja. Ég geymi hann á náttborðinu og er með poloroid myndir af kæró og litla kút. Ég er mjög hrifin af vösum sem eru meira eins og skúlptúr - Maður kemst frekar upp með það að hafa þá tóma. Hringlóttir gylltir snagar, nokkrir svona í óreglulegri (en samt útpældri) uppröðun.


Þangað til næst xx