BLEIKA LÍNAN Í LINDEX

07 Oct 2017

Bleika línan er mætt í verslanir Lindex og ég verð bara að segja . Línan að þessu sinni samanstendur af fallegum undir- & heimafatnaði framleiddum úr hágæða efnum - svo sem flaueli, silki og kasmír.
 

 Bleikur október er ótrúlega flott og fallegt framtak og mörg fyrirtæki leggja sitt af mörkum til þess að styrkja baráttuna gegn brjóstakrabbameini og er Lindex eitt af þeim fyrirtækjum. 10% af sölu bleiku línunnar mun renna í þann málstað og sömuleiðis allur ágóði af sölu bleika armbandsins. 

__________________________

Þessi færsla er ekki kostuð. 
 


Þetta fallega velvet sett og sloppur fengu að koma með mér heim ásamt tveimur armböndum. 
Ég keypti eitt handa mér og annað handa mömmu. Mér finnst þetta svo æðisleg tækifærisgjöf - Gleðja einhvern nákominn ásamt því að styrkja gott málefni í leiðinni. 

Þið getið séð restina af línunni hér. 
Annars mæli ég með því að þið gerið ykkur glaðan dag og skoðið þessa fallegu línu. 

Góða helgi,