HAUSTIÐ Í G17 & GS SKÓM PT. III

08 Oct 2017

JÆJA þá er komið að síðasta partinum í myndaseríunni sem ég vann í samstarfi við Gallerí 17 og Gs skó. Þið getið séð hina partana hér & hér
Það mætti segja að þetta dress sé innblásið af íslensku fánalitunum - reyndar alveg óvart. Það á svo sem vel við þar sem að íslenska landsliðið er að fara spila ansi mikilvægan leik á morgun og ég segi því ÁFRAM ÍSLAND

Líkt og ég hef nefnt áður þá tók Sara Dögg myndirnar og leyfði mér að pósa á fallega heimilinu hennar.   

________________
 Þessi rauða kápa er gjörsamlega trufluð. Hún er væntanleg í verslanir Gallerí 17 á næstu dögum en hún er frá merkinu MOSS.  Rauður er klárlega litur sem er kominn til að vera! 
Bolurinn er líka úr Gallerí 17 og frá merkinu Tommy Hilfiger
Skórnir eru síðan frá Billi Bi og ég er ástfangin af þeim - þeir fást í Gs skóm.

_________________

Ég vona innilega að þið hafið haft gaman af þessum myndaþætti - ég mun klárlega gera eitthvað í líkingu við þetta aftur. 

Þangað til næst,

Getið fylgst með mér á snapchat & instagram undir - KOLAVIG