Veitingastaðurinn Út Í Bláinn

09 Oct 2017

Út í Bláinn er nýr, skemmtilegur og fallegur veitingastaður í Perlunni. Út í Bláinn er á efstu hæð í Perlunni og því með eitt besta útsýnið yfir Reykjavík.
Hann er rekinn af Kaffitár en ég hef í nokkur ár átt í frábæru samstarfi við Kaffitár. Á meðan ég var á Íslandi buðu þau mér að koma á staðinn. Ég tók hana Söru Dögg með mér og við áttum yndislegt kvöld.

Staðurinn hefur tekið miklum breytingum og er hönnunin á staðnum ótrúlega falleg og passar vel við umhverfið.
Út í bláinn veitingastaðurinn er helmingurinn af hæðinni og hinn helmingurinn er Kaffihús Kaffitárs þar sem er æðislegt að setjast niður í kaffi með tölvuna sína eða í hitting þar sem þú þarft ekki að leita í hálftíma eftir stæði niðri í bæ.
Ég hafði áður en mér var boðið að koma verið búin að fara að borða þarna í hádegi með ömmu en henni fannst æðislegt að setjast niður í góðan fisk og njóta útsýnisins.

En við Sara fórum þangað að borða að kvöldi til og fengum okkur nokkra rétti að smakka. 
Það sem ég fýla við matseðilinn er að hann er ekki langur heldur eru bara fáir réttir þar sem íslensk hráefni eru aðalatriðið.
Verðið er líka ótrúlega gott.Byrjuðum kvöldið að fá okkur tvo kokteila sem voru ótrúlega góðir og öðruvísi.Forréttirnir voru lambatartar, grafinn urriði og silungahrogn.

Aðalréttirnir voru þorskur og lambakótilettur með pestó kartöflum.
Veitingastaðurinn er að taka íslenska klassíska rétti með "nútima-twisti".
Allt saman var ótrúlega gott og get ég mælt með báðum réttunum.

Eftir allan þennan frábæra mat höfðum við ekki mikið pláss fyrir eftirrétt en mér finnst ótrúlega gott að fá mér Espresso Martini í desert og við fengum við þrjár makkarónur með. Fullkomin blanda !

Mig langar að þakka Út Í Bláinn alveg ótrúlega vel fyrir okkur.
Ég mun klárlega koma aftur og get ég ásamt Söru Dögg mælt mikið með staðnum.

Við notuðum mikið Instagram-stories um kvöldið þegar við vorum þarna.
Eruð þið ekki öruglega að fylgja okkur á Instagram?
@femmeisland

Marta Rún