IKEA X HAY

10 Oct 2017

Í síðustu viku fór ég á kynningu á samstarfi IKEA með HAY. Það eru margir mánuðir síðan samstarfið var tilkynnt og núna er línan loksins komin til sölu á Íslandi. Margt flott leyndist í línunni og verðið hentar flestum.


Borðstofuborð, bekkur, kollur, hillur, stólar ... það er allt til alls í nýju línunni Ypperlig.

Þessi hilla er mjög skemmtileg og ætti hún vel heima inní barnaherbergi líka.


Fallegir kertastjakar á 495kr.


​Aukahlutir fyrir skrifborðið. Mattir og fallegir


Pokarnir frægu, í nýju litum. Einn grænn kom með mér heim.


Tveir hægindastólar gripu augað. Þeir voru báðir flottir, þægilegir og á mjög góðu verði.


Þessi hliðarborð finnst mér mjög HAY- leg ef svo má að orði komast. Mjög flott.


Stjarna samstarfsins er reyndar ekki komin í sölu en það er þessi sófi að mínu mati. Hann ber hönnunarsjarma og ótrúlega flottar línur. Hann er komin á óskalistann.