N Ó E L - 2 ára

10 Oct 2017

Tvö ár! Það er í alvörunni alveg hálfu ári of mikið. Ég sem er nýbúin að halda upp á eins árs afmælið hans og nú er komið að því að plana það næsta. 

Nóel litli uppáhalds var 2 ára í gær, 9. okt. Vægast sagt eftirminnilegur dagur!
Litli ormurinn minn sem er algjört krúttrassgat, elskar að kúra, sópa upp moldina sem hann henti sjálfur á gólfið (til að fá að sópa), hann elskar að lita & leira, hoppa í polla, horfa á tónlistarmyndbönd (íslenskt rapp í algjöru uppáhaldi) og svo má ekki gleyma Konráð kanínu, kúrudýrinu hans. Þessi klisja að síðustu tvö ár hafa verið gefandi en á sama tíma mjög krefjandi á bara mjög vel við. Hláturhrukkur og baugar sem hafa myndast á þessum tíma staðfesta það. 


Í tilefni af afmælinu hans henti ég í smá hugmyndarlista. Ég er mikið að fá þessa spurningu frá fjölskyldu og vinum "hvað eigum við að gefa honum/hvað vantar honuum?". Honum vantar í rauninni ekki mikið, hann yrði meira að segja hæst ánægður með litabók og liti. En þessi listi kemur meira frá mömmunni...

1. Fínni skó fyrir komandi hátíðar  -   Zara.
2. Joha merino ullarlambhúshettu fyrir veturinn  -  Petit.
3. Sett frá Design Letters - Petit.
4. Skilaboðatafla í herbergið hans - Petit.
5. Grátt hnífaparasett - Petit.
6. Hermannagræn Parka úlpa - 66°norður.