5 ingredient by Jamie Oliver

14 Oct 2017

Ég fjárfesti nýlega í bókinni 5 ingredient eftir Jamie Oliver og ég get mikið mælt með bókinni. Ég er forfallin Jamie Oliver aðdáandi og á í kringum 7-8 matreiðslubækur með honum. Nýja bókin hans er með uppskriftum sem þarf einungis 5 hráefni til þess að elda frábæra og einfalda rétti.

Hversu oft les maður uppskriftir og listinn af hráefnum er langur og þú ferð í búðina kaupir allskonar hluti sem þú notar í þessa einu uppskrift og endar svo á því að henda.

Í bókinni eru einungis 5 hráefni fyrir utan salt, pipar, olíu og rauðvínsedik.
Það eru fjórir hlutir sem allir eiga að eiga í eldhúsinu samkvæmt bókinni.

Ég er búin að elda nokkar uppskriftir úr bókinni sem hafa allar verið ótrúlega góðar.
Ég smellti nokkrum myndum af nokkrum réttum.

________________________

All-Day Mexican BreakfastEgg & Mango Chutney FlatbreadsRosé Prawn Pesto PastaHarissa Chicken TraybakeRoast Tikka ChickenMig hefur hingað til fundist mikið ódýrara að kaupa matreiðslubækur í gegnum Amazon heldur en að kaupa þær á Íslandi.
Bókina má meðal annars finna hér.

Ég er dugleg að elda einfaldar uppskriftir á instagram stories skref fyrir skref.

@martaarun