Hvíta dúfan

15 Oct 2017

Þessa fallegu mynd sem er frá Lovewarriors fékk ég í gjöf frá tengdamóður minni. Fyrirsætan sem er þarna með hvíta dúfu á bakinu átti eftir að endurtaka þessa myndatöku síðar. Í seinna skiptið var ekki hvít dúfa á bakinu heldur svartur hrafn og síða hárið var einnig farið. Í seinni myndatökunni var hún að berjast við krabbamein. 


Oktobermánuður er helgaður þeim sem hafa fengið, glíma við og alla aðstandendur þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Hægt er að leggja sitt af mörkum í söfnunarátakinu og einnig að gefa sér tíma í að fara í skoðun ef tími er til þess kominn.