Fenty Beauty

20 Oct 2017

Fyrir rúmum mánuði rambaði ég inn í Sephora en þá var Fenty Beauty ný komið í verslanir. Ég gat ekki setið á mér og keypti mér nokkra hluti. Ég er búin að prufa mig áfram með vörurnar og ákvað að taka nokkrar myndir til að sýna ykkur hvernig þær koma út á mér. Pro Filtr Soft Matte Longwear Foundation 
Farðinn er mattur, hylur vel og maður kemst auðveldlega upp með að nota lítið en það er líka hægt að byggja hann upp. Ég mæli með því að passa upp á litavalið en farðinn verður dekkri þegar hann þornar á húðinni. Mér finnst farðinn koma vel út á minni húð en ég keypti mér lit sem hentar mér vel þegar ég er með brúnku. 

Killawatt Freestyle Highlighter
Ég fékk mér þennan highlighter í litunum Mean Money/Hu$tla Baby. Mean Money er mun settlegri og þegar ég prufaði hann fyrst þá var ég ekki viss með hann. En eftir að eg prufaði hann þá varð ég ansi hrifin og þá meira í hversdagslegum tilgangi. Það kemur ótrúlega settlegur ljómi en oft finnst mér highlighterar vera of mikið, full mikið af glimmeri og glans sem ég er ekkert alltaf til í. Hu$tla Baby er þá mun ýktari Champagne litur ótrúlega fallegur. Ég endaði á því að vera mjög ánægð með báða liti og er búin að nota báða mikið. 

Match Stix 
Það er hægt að fá Match Stix bæði staka og í svokölluðum Contour Kitum. Ég keypti Kit í Medium en þá fékk ég tvo matta liti, annar dökkur og hinn ljós. Þá nota ég í Contour og Highlight. Svo fylgdi einn glans litur. Hann er svona Peach glans litur en mér finnst hann ótrúlega fallegur sem kinnalitur. 

Pallettuna sem ég notaði á augun var ég svo búin að fjalla um í annari færslu sem þið getið skoðað hér.

Ég held að margir hafi verið spenntir þegar drottningin hún Rihanna ákvað að koma með förðunarvörur á markaðinn en línan hefur verið mikið lofuð útum allan heim og þá sérstaklega Pro Filtr farðarnir sem fást í 40 litum. Hún er búin að bæta í úrvalið og ég hlakka til að prufa meira frá henni.