Rækju & Rosé Pasta

20 Oct 2017

Þennan rétt má finna í nýjustu Jamie Oliver bókinni sem heitir 5 Ingredients.

Ég ákvað nú samt að bæta einu hráefni við, smá chilli flögum.

Ég hef aldrei notað rósavín í matargerð áður þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi rósavíns. Ég hef smakkað margar tegundir af rósavíni en ég mitt “go to” rósavín er alltaf rósavínið frá Muga. Það er spænskt rósavín og afskaplega létt og gott og passar ótrúlega vel með sjávarréttum.

Hráefni fyrir tvo:
300 g rækjur
200g pasta
4 hvítlauksgeirar
2 stórar matskeiðar af rauðu pestó
150 ml rósavín
 

Aðferð:

Byrjið á því að sjóða pasta.

Hitið pönnu með olíu og pressið hvítlauksrifin eða saxið smátt og steikið í 2 mínútur með smá chillipipar.

Bætið svo rækjunum útí og steikið í nokkrar mínútur.

Hellið rósavíninu út á pönnuna og látið malla í 2 mínútur.

Bætið pestóinu við og blandið saman.

Hellið smá af pasta-vatninu útí ef blandan er mjög þykk.

Bætið svo pasta útá pönnuna og blandið saman.