Veitingastaðurinn Sumac

23 Oct 2017

Þegar ég var á Íslandi var mér boðið að koma og smakka matinn á veitingastaðinn Sumac. Ég tók góðar vinkonur með mér og áttum við frábært kvöld með æðislegum mat. Sumac er mið-austurlenskur veitingastaður sem ferskum íslenskum hráefnum. Réttirnir einkennast af eldgrilluðum réttum og framandi kryddum.

Sumac er nafn á kryddi sem er mikið notað í matargerð í miðaustulöndum.
Það sem mér finnst skemmtilegast við þennan stað er að þú smakkar allskonar brögð sem þú ert ef til vill ekki vanur að smakka.
Þetta eru framandi krydd og öðruvísi brögð sem koma skemmtilega á óvart.
Líbanskur matur hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér þannig það kom mér ekki á óvart hvað mér fannst maturinn góður.
Ég kem til með að fara þangað strax í næstu Íslands heimsókn.
Fyrir mitt leyti finnst mér á svona veitingastað skemmtilegast að panta marga rétti til deila á borðið og smakka sem mest af mismunandi brögðum.

Í forrétt fengum blöndu af nokkrum réttum sem voru meðal annars grillað flatbrauð með papriku-hummus, falafel bollur, hummus og fleira.

Næst fengum við grillað romaine salat með kjúklingabaunum og æðislegan laxarétt.


Svo síðast fengum við grillað lambakjöt með vínberjum og linsubaunum í paprikusósu og grillað eggaldin með jógúrtsósu, klettasalati, furuhnetum og granateplum.


Enduðum svo á frábærri blöndu af eftirréttum.Á þessum stað sendir þú bragðlaukana í algjöra ævintýra óvissuferð.
Mæli mikið með að fara í hóp og borða framandi mat með góðum kokteilum.


Takk fyrir mig Sumac.
Hlakka til að koma aftur.

Marta Rún