Svefnherbergið - sneak peek

26 Oct 2017

Svefnóið er farið að taka á sig örlitla mynd. Bólstraði rúmgaflinn er kominn upp og veggljósin komin á sinn stað. Það eru hlutir eins og fallegar gardínur, eitthvað á veggina og önnur smávegis atriði sem eru eftir. Ég hafði hugsað mér að koma fyrir smá vinnuaðstöðu þarna líka svo að ég þurfi ekki að vinna frammi á borðstofuborðinu. 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við GÁ húsgögn.

Rúmgaflinn gerðu þeir hjá GÁ húsgögnum. Kannist þið ekki við hann? Hann er nánast eins og sá sem ég setti upp í Hjónasvítunni á Hótel Vestmannaeyjar, sjá hér. Ég var svo ótrúlega ánægð með þeirra vinnubrögð eftir það verkefni að ég varð að eignast fallegan rúmgafl frá þeim. Þeir eru algjörir snillingar í sínu og vanda vel til verka. Efnið valdi ég sjálf, ég vildi mikla hreyfingu í því og helst þennan glans/ljóma. Ég hugsanlega gæti ekki verið sáttari með hann, svo sturlað fallegur er hann!

Aðgengið inn í svefnherbergið okkar er svo heillandi þar sem rúmgaflinn er það fyrsta sem augað spottar. Mig langar að deila með ykkur nokkrum römmum af herberginu. Eins og ég nefndi, þá er það ekki alveg tilbúið. Þið fáið auðvitað annan myndaþátt þegar það rými klárast alveg. 


Eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan, þá málaði ég alla veggi og loftið líka í sama lit. Skuggi heitir liturinn, ótrúlega dökkur dimmgrár - nánast út í svart.. ég sé stundum pínulítið blátt í honum. Elska'nn!
______________

rúmgafl  GÁ HÚSGÖGN         veggljós  MÓDERN

hliðarborð  LÍNAN         litur á vegg  SKUGGI - SLIPPFÉLAGIÐ

púðar  H&M HOME         rammi  ZARA HOME
_____________