NÝJAR HÁRVÖRUR FRÁ KEVIN MURPHY

30 Oct 2017

Ég fékk sendan pakka fyrir um hálfum mánuði síðan. Í honum voru tvær nýjungar frá Ástralska hárvörumerkinu Kevin Murphy. Ég hafði ekki prufað vörur frá merkinu áður en heyrt góða hluti. 
Eftir að hafa prófað vörurnar í smá tíma þá verð ég að deila þeim með ykkur. Ég er með psoriasis í hársverði og því mjög viðkvæm þegar kemur að hárvörum. Þessar virðast ekki erta hársvörðinn minn sem er auðvitað alltaf plús. Vörurnar sem um ræðir eru: 


SHIMMER ME BLONDE 

Er glans olíu sprey sem inniheldur E & A vítamín. Gott í blautt hár til þess að ná olíu og uppbyggingu inn í hárið og yfir þurrt hárið til þess að kalla fram glans. Spreyið kallar einnig fram kaldari tóna sem er fullkomið fyrir blondínur þar sem hárið á það til að fá gulan blæ. 
Útlitið á spreyinu skemmir alls ekki fyrir, umbúðirnar eru stílhreinar og fallegar og vökvinn fjólublár og glansandi. 
 BEDROOM HAIR 

Hárlakk með þurrsjampói sem gefur hárinu fyllingu, hald, hreyfingu og frískleika. Ég hef verið að nota spreyið mikið í greiðslur fyrir vinnuna og er að fíla það í botn!

Fyrir hvern seldan brúsa af Bedroom Hair fer hluti af hagnaði til stofnunarinnar The Climate Reality Project og einblínir á að fræða almenning um vísindi og áhrif loftslagsbreytinga og að vinna að lausnum á grasrótarstigi á heimsvísu. Þessar fjárgjafir hjálpa til við að minnka gróðurhúsaáhrif. 
 

Kevin Murphy hárvörurnar innihalda ilmkjarnaolíur og aðrar einstakar jurtir. Vörurnar eru einnig paraben og sulphate lausar og ekki prófaðar á dýrum. 
Sölustaði Kevin Murphy má finna hér.