Snyrtitaskan mín

31 Oct 2017

Mig langaði til þess að sýna ykkur hvaða snyrtvörur ég nota hvað mest þessa dagana.

Sjálfri þykir mér mjög gaman að skoða svona færslur hjá örðum og sjá hvað aðrir eru að nota.
 Ég er alls ekki einhver snyrtivöru gúru en áhuginn er til staðar og verður alltaf meiri og meiri. Mér finnst gaman að prófa mig áfram með nýjum vörum og reyni oftast að kynna mér vörurnar áður en ég fjárfesti í þeim, en ég hugsa að youtube spili stærsta hlutverkið í að hafa áhrif á mín snyrtivörukaup.

Annars myndi ég segja að ég væri smá svona "all og nothing" týpa þegar kemur að makeupi. Svona flesta daga er ég bara ómáluð, en þegar kemur til þess að ég mála mig þá fer ég all inn og tek allan pakkann á þetta. Semsagt ég er ekki þessi bb-krems týpa ef þið fattið hvað ég meina. 

Annars þá eru þetta svona mínar helstu vörur sem ég gríp í og hafa virkað vel fyrir mig. 

Púður - 1 Translucent setting powder, Laura Mercier - 2 Dim Light, Hourglass 


Farðar 1 - Diorskin Forever, Dior. 2 - Ultra HD, Make up Forever. 3 - Luminous Silk, Giorgio Armani.

Primer 1 - Météorites Base, Guerlain. 2 - Strobe cream, MAC

Augskuggar - Makeup Geek 

Hyljari - Naked Skin, Urban Decay

Kinnalitir 1 - Gentle. 2 - Warm Soul.  3 - Love Joy,  allir frá MAC 

Highlighter 1 - Champagne pop, Becca.  2 - Soft And Gentle, MAC 

Varagloss 1 - Spice, MAC. 2 - Centerfolk, Buxom. 3 - Praline, NYX. 4 - 05, Clarins