Bjart svefnherbergi - steldu stílnum

07 Nov 2017

Það þarf stundum ekki mikið til að gera svefnherbergið notalegt. Aðal atriðið er að búa til umgjörð í kringum rúmið og ramma það inn. Symmetrísk stílisering hentar best fyrir slík rými að mínu mati, þ.e.a.s. að hafa nánast sömu hluti og sama jafnvægi sitthvorum megin við rúmið. 

Slík hönnun er ekkert alltaf í boði fyrir svefnrými hér á landi þar sem þau eru alltaf í minna lagi, sem ég bara skil ekki! 


Hér eru nokkur atriði sem má hafa í huga þegar kemur að svefnherberginu:

- Jafnvægi er lykillinn!
- Bætið við púðum eða rúmgafli svo að augað leiði upp. 
- Jafnið þá hæð með borð- eða vegglömpum.
- Eins náttborð sitthvorum megin eða tvö mismunandi borð (en í sömu hæð).
- Lokið endanum á rúminu með teppi eða einhverjum renning. Sárin á sængurfötunum er ekkert sérstaklega skemmtileg sjón.
- Textíll // gardínur, teppi, púðar & motta. 
- Ekki sætta ykkur við bara loftlýsingu í þessu rými, bætið við skrautlýsingu. 
- Falleg ljósakróna í svefnherbergi er algjör skartgripur í rýminu. 
- Innrammaðar myndir eða listaverk gera herbergin persónulegri og hlýlegri.
- Finndu ró í rýminu, það getur verið samspil lita og efna. 
- Reynið að koma speglum fyrir, þeir láta rýmin út fyrir að vera stærri.