FRINGED COMEBACK

07 Nov 2017

Það er sjarmi yfir köðlunum, þegar þeir koma niður undan á húsgögnum. Þetta er ekki nýtt á nálinni heldur eitt af þessum trendum sem er að koma aftur. Ég er allavega mjög hrifin, það er rómantík í þessu.


 Sófi, stunginn, kaðlar & velúr, ójá! Mynd fyrir String hillurnar, stílisti Lotta Agaton.


Kaðlarnir eru að birtast víða, hvort sem það er í hlutum fyrir heimilið, skarti eða fötum


Þessi dásamlegi stóll er frá Línunni.


Ég man eftir rauðum sófa heima hjá ömmu minni og afa (ekkert ólíkur þessum á myndin númer tvö) og þar léku kaðlarnir á alls oddi. Þetta með að trendin fari í hringi....