Gyllt í pakkann

09 Nov 2017

Nú fer hver að verða fyrstur til að huga að jólagjöfum. Það munar svo miklu að gera þetta tímalega, bara upp á stressið, veskið og það að sleppa við múgæsinginn í búðunum í desember er eitthvað til að hafa á bakvið eyrað. 

Ef þú ert ekki viss hvað þú átt að færa dömunni í þínu lífi, þá er messing sterkur leikur í pakkann. Það er ALLT messing í dag og ég hugsa að það lifi mikið lengur en koparinn gerði. Gleðileg gyllt jól ætla ég að leyfa mér að segja...