MONTREAL TIPS

13 Nov 2017

Ég var stödd í uppáhalds borginni minni, Montreal um helgina og langar að deila með ykkur nokkrum verslunum og veitingastöðum sem ég mæli með. 
Allar búðirnar sem ég fór í eru staðsettar á sömu götu, St. Laurent Boulevard og allar í göngufæri frá hvor annari. Ótrúlega skemmtileg verslunargata, alls ekki mikið af fólki og ég var þarna um helgi. Þetta er ekki aðal verslunargatan, hún er svolítið frá og alls ekki eins sjarmerandi. Í þessu hverfi eru mikið af vintage, hönnunarbúðum, listasöfnum og kaffihúsum - ætli það sé ekki óhætt að kalla þetta hipsterahverfi. 


Fyrsta búðin sem ég rambaði inn á var allsherjar plöntubúð. Ekkert smá flott og ég gat ekki annað en smellt nokkrum myndum. 
Búðin heitir Vertuose
_____________________
 Næst var það sjúklega flott vintage búð, Ruse. Með allt frá skrani upp í Chanel. Ég verslaði að vísu ekkert en var heilluð af sjálfri búðinni - svo falleg !
_____________________
 Í þessari flottu heimilisbúð keypti ég kaktusaplakat (sést hérna fyrir ofan) og kertastjaka. Mjög skemmtileg búð - langaði í miklu meira, heitir VdeV.
_____________________
 Þessi var líka algjört æði! Með allskonar fallegum heimilisvörum og ekki síður fötum. Sé smá eftir að hafa ekki keypt hundaskálarnar hérna fyrir ofan - allt of flottar. Ég verslaði glasamottur og eynalokka í þessari krúttlegu búð. Hún heitir Vestibule.
_____________________
Olive & Gourmando er æðislegur morgun/ hádegisverðarstaður í gamla bænum. Ég fer þangað í hvert einasta skipti sem ég fer og get því leyft mér að mæla með honum. Æðislegt kaffi, matur & bakkelsi og ekki skemmir framreiðslan á matnum fyrir. 
_____________________
 

       

Kampai Garden er sennilega búinn til fyrir instagrammara. Hann er mjög fallega hannaður, fullt af plöntum, ljósaskiltum og fallega framreiddum mat og kokteilum. Litlir réttir sem gaman er að panta nokkra af og deila - mæli með! 

_____________________


Montreal er æðisleg borg sem allir ættu að heimsækja. Vonandi hjálpaði þetta ykkur sem eruð á leiðinni þangað eða langar að fara. 
Ég get endalaust mælt með þessari borg!