Litur augnabliksins

20 Nov 2017

Hönnunarteymi Slippfélagsins var að velja lit augnabliksins núna á dögunum og hef ég verið með í þeim ráðum. Við höfum haldið okkur við það að fara svolítið djarft þegar kemur að því að velja litinn og velja tón sem stelur athygli þinni um leið. Að þessu sinni völdum við fallegan dökk grænan fyrir augnablikið.

ÞESSI FÆRSLA ER UNNIN Í SAMSTARFI VIÐ SLIPPFÉLAGIÐ.

Við sóttum innblástur í Emerald steininn fallega ásamt því að leita til heimila hér á landi. Þennan græna tón má finna á flestum íslenskum heimilum þar sem plöntur eru orðnar vinsæl heimilisprýði. Eucalyptusinn hefur verið hvað mest áberandi á síðustu misserum, enda með fullkominn möskí tón í sér ásamt því að vera formfagur. Hér fyrir neðan má sjá mood-ið sem við sóttumst eftir - andrúmsloftið sem við vildum skapa, leitin að litnum.


MYND : SARA DÖGG

Grænn í öllum tónum og litbrigðum er búinn að vera afar vinsæll í ár og verður það áfram, bæði í lita- og efnavali. Við vildum ríkan og djúsí grænan tón sem færi vel með flestu. Að finna hinn sanna djúpa tón með réttum blæ tók þó nokkrar tilraunir en eftir töluverðar tilraunir í litablöndun fannst loks hinn sanni græni litur augnabliksins – Gyðjugrænn. 

Á eftir Drottningabláum kemur Gyðjugrænn

Ég mæli með að velja matta málningu þegar málað er með Gyðjugrænum. Því mattari sem hún er, því mýkri og dýpri verður hún og ljósið endurkastast síður af veggjunum. Hafið það í huga að ekki má þrífa nýmálaða matta veggi, bíðið í minnst 4 vikur og notið raka fiber tusku. 
* húsgögnin koma úr versluninni LÍNAN.