Jólagjafalisti

27 Nov 2017

Peyjinn er slappur í dag svo að við mæðgin höfum það kósý heima. Við sitjum undir sæng saman, hann horfir á Lion King á meðan mamman reynir að vinna. Mér leiðist það ekki að horfa á þessar gömlu góðu Disney myndir aftur. En ég viðurkenni það að ég er ekki fyllilega komin yfir Múfasa atriðið. 

En að allt allt öðru.. Jólaandinn er svo sannarlega kominn yfir flesta. Ég man ekki til þess að allir hafi verið byrjaðir að skreyta svona snemma og margir hverjir komnir með jólatréð upp í fullum skrúða. Ég er sjálf aðeins byrjuð, grenið er komið á arininn og kransarnir hafa verið hengdir. Seríurnar á ég eftir og aðal atriðið, jólatréð. Mig kítlar í puttana að sækja það! En ég ætla að bíða eftir rétta veðrinu til að setja það upp og skreyta. Það þarf að vera algjör stilla úti og fallegur jólasnjór að falla. Rétt andrúmsloft þarf líka að vera sett með Nat King Cole eða Michael Bublé. Eitt rautt í hendi væri líka punkturinn yfir i-ið til að setja mood-ið.

________

Ég er allavega komin í nettan jólagír, kláraði megnið af gjöfunum núna fyrir helgi sem er þvílíkur léttir. Nýtti mér auðvitað Black Friday afslætti. Mæli með því að þið nýtið ykkur Cyper Monday tilboð í dag. Þetta getur munað svo miklu og er fljótt að telja. 

Í ár er ég afskaplega róleg hvað varðar gjafir til mín, mig í rauninni vantar ekki neitt. Á hverju ári hef ég þó gert jólagjafa-óskalista, þetta er jú skemmtilegt efni í færslu. Þetta er framlag mitt í ár..