Augnhárin STEINUNN

30 Nov 2017

Augnhárin vann ég í samstarfi með Deisymakeup.is

Ég er svo yfir mig spennt að segja ykkur frá þessum augnhárum!

 

Ég á eitt stykki frábæra vinkonu sem leyfði mér að vera með í ótrúlega skemmtilegu verkefni. Við erum hópur 10 kvenna sem fengu að velja okkur augnhár og voru augnhárin nefnd eftir okkur. Ég hef verið augnhára fíkill síðan í 9. bekk í grunnskóla en mér finnst augnhár vera eitthvað sem taka fallega förðun á næsta level. Það er komið svolítið síðan ég fékk mína týpu í hendurnar en ég gæti eiginlega ekki verið mikið sáttari. Ég nota þau við hvert tækifæri! Hægt er að velja sér 4 týpur af augnhárum sem maður fær í fallegri öskju á Deisymakeup.is - mér finnst augnhárin einmitt fullkomin jólagjöf fyrir einstaklinga sem hafa gaman af förðun en hvert augnhár er hægt að nota í 20-25 skipti ef farið er vel með þau. 

Ég vona að einhver þarna úti sé jafn spenntur og ég fyrir aunghárunum!