Heimsins besti heilgrillaði kjúklingur

30 Nov 2017

Á mínu heimili er reglulega beðiðn um þennan rétt og er uppáhalds matur makans. Hann er alltaf jafn góður og stendur fyrir sínu. Þetta er ekta “comfort food” en hann er hollur og góður og búin til úr ferskum og góðum hráefnum.


Það sem þarf í réttinn er:

 

1 heill kjúklingur

2-3 matskeiðar smjör

3-4 rósmarínstangir eða 2 teskeiðar þurrkað rósmarín

2 sítrónur

1 appelsínu

2 rauðlauka

3-4 stórar gulrætur

3-4 hvítlaukgeirar

salt og pipar

 

Látið 2-3 matskeiðar af smjöri í  litla skál og látið standa í smá tíma við stofuhita eða þangað til það er orðið mjúkt. Saxið hvítlauk smátt eða nota hvítlaukspressu og pressið 3 hvítlauksrif í smjörið og saxið svo rósmarín og blandið saman.

Leggið þá kjúklinginn til hliðar og þurrkið aðeins af honum með eldhúspappír þannig hann sé “þurr”  en ekki sleipur.  Notaðu þá fingurna eða pensil og penslið hvítlauks- og rósmarínsmjörinu yfir kjúklinginn og ef þið komist með smjörið undir húðina á bringunum er það ennþá betra. Saltið og piprið yfir kjúklinginn.

 

2 sítrónur í réttinn, ein sem er skorin í tvennt og sett inn í kjúklinginn eins  og eina sem skorin er í sneiðar og sett ofan á kjúklinginn og nokkrar sneiðar undir hann í eldfast mót.

Helmingurinn af appelsínunni er skorin í þunnar sneiðar og helmingurinn kreistur í eldfasta mótið.

Skerið rauðlaukinn í frekar grófar sneiðar og gulrætunar líka setjið í eldfasta mótið með kjúklingnum ásamt smá olíu salti og pipar.
 

45-50 mínútur á 180° með álpappír yfir og tek hann síðan af síðustu 10 mínúturnar.


Rauðlaukinn og gulrætunar er síðan sett í skál og notað sem meðlæti. Getið sett smá salt og pipar yfir.
Með þessum rétt er ég alltaf með kartöflumús og smá salat.

Það er mikill kraftur og safi sem verður eftir í forminu frá lauknum, kjúklingum, appelsínuni og sítrónunni og ég nota það í sósu með.
Fyrir mér er það besti parturinn af uppskriftinni , hella soðinu yfir kartöflumúsina með kjúklingnum.