BURGUNDY SEASON

03 Dec 2017

Nú þegar desember mánuður er genginn í garð finnst mér tilvalið að skella í eitt svokallað hátíðarlúkk þar sem að jólahlaðborð og allskyns uppákomur eru á næsta leyti. Ég fór einmitt á jólahlaðborð á Mathúsi Garðabæjar með tengdafjölskyldunni í gær og var eldsnögg að skella í þessa förðun. Ég valdi burgundy dragt í stíl frá Selected. 

Ég setti saman vörurnar sem ég notaði en þetta eru allt vörur í miklu uppáhaldi sem ég hef bæði keypt mér sjálf og fengið að gjöf. 
_____________________

 

Húð - Ég hef verið að nota olíu frá Guerlain á húðina mína núna síðustu vikur, eitt orð - ! Hún er búin að bjarga húðinni á mér í þessum kulda og þurrki og gefur fallegan ljóma. Ég nota ekki krem yfir olíuna heldur finnst mér hún alveg nóg ein og sér. Ég nota síðan fjólubláa becca primerinn yfir en hann gefur ótrúlega fallega áferð. Ég hef notað sama farðann í mörg ár - MAC studio fix. Ég hef prufað allskonar farða en fer alltaf aftur í þennan - hann einfaldlega hentar mér best. Hann er mjög þekjandi svo ég elska að hafa þessar rakagefandi og ljómandi vörur undir honum til þess að fá þessa dewy áferð. Ég notaði ekki hyljara með þessu lúkki en ef ég nota slíkan sem gerist mjög sjaldan þá nota ég pro longwear frá MAC og set laura mercier translusent púðrið yfir. 
Til að skyggja notaði ég Anastasia Contour kit í litnum light/medium. 

Augabrúnir - Ég er með mjög ljósar brúnir og lita þær ekki. Ég skerpi á þeim með sensai blýanti í litnum greyish brown - my holy grail, hef notað í mörg mörg ár! Ég nota svo glært augabrúnagel frá Anastasia Beverly Hills yfir. 

Augu - Ég er mikil burgundy kona og er iðulega með rauðbrúna skyggingu á augunum. ​Ég ákvað að nota nýja pallettu sem ég fékk að gjöf frá NYX sem heitir Warm Zone. Ég verð að leyfa mér að mæla með henni - 6 augnskuggar í hlýjum tónum, kinnalitur og tveir highlighter-ar. Þetta verður klárlega mín go-to palletta sem ég mun taka með mér í ferðalög. 
Ég er með uppáhalds maskarann minn sem ég hætti ekki að lofsyngja en ég hef notað maskara frá Helena Rubenstein síðan ég byrjaði að mála mig - mamma átti alltaf lash queen maskarann og ég var alltaf að stelast í hennar. Núna mögum árum seinna er ég enn þá að nota hann en ákvað að prufa lash queen extraveganza fyrir nokkrum mánuðum og ég er húkkt. 

Varir - Viva glam II frá MAC - all time fav!


 asos
____________________