Uppáhalds flík

03 Dec 2017

Ég hef bara ekki farið úr þessari flík síðan hún kom með mér heim!

Ég rakst á þennan fallega Faux Fur jakka í H&M þegar ég var á röltinu í NYC núna síðastliðinn október en ég hef fengið nokkuð margar spurningar um hann. Jakkinn er búinn að færa mér óvænta ánægju, var ekki svo viss um að ég myndi nota hann neitt of mikið en eins og ég segi þá hef ég varla farið úr honum og hann er það fyrsta sem ég gríp þegar ég veit ekki í hverju ég vil fara. Hann kostaði í þokkabót einungis 3500kr. Ég var búin að sjá hann hérna á Íslandi og einnig í fleiri litum. 


Gleraugu - Tom Ford/Optical Studio
Faux Fur - H&M
Bolur - Asos
Buxur - Levis 501
Skór - Nike Air Unlimited/Húrra Reykjavík