Hver er Alexander?

04 Dec 2017


Ég heiti Alexander Sigurður Sigfússon, ég er nýr hér á Femme.is og mun aðallega sjá um að skirfa um allt það helsta úr förðunarheiminum. Ég ætla að segja ykkur frá ýmsum vörum, skrifa um mínar top 10 vörur í hverjum mánuði, ýmis förðunar-trend, þið fáið að fylgjast með þeim verkefnum sem ég tek að mér og margt fleira.


En til að segja ykkur aðeins frá sjálfum mér að þá er ég 22 ára förðunarfræðingur frá Reykjavík sem er ilmkerta fíkill, háður andlitsmöskum, safnar allskonar ilmvötnum og ilmolíum og á aldrei of mikið af yfirhöfnum (en samt ekki pláss fyrir þær heima).
Ég er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og var í Myndlistarskólanum í Reykjavík í mörg ár.
Fyrir rúmlega ári síðan tók ég þá snilldar ákvörðun um að skrá mig í Reykjavík Makeup School, þar sem ég hef alltaf haft lúmskan áhuga á förðun. En sú ákvörðun breytti lífi mínu og ég fann mína ástríðu í lífinu og það sem ég ætla að vinna við að eilífu.
Ég útskrifaðist sem förðunarfræðingur í byrjun desember 2016 og hef starfað sem förðunarfræðingur síðan þá. Ég er aðallega að vinna sem freelance förðunarfræðingur en auk þess er ég líka að vinna í NYX Professional Make Up og er líka kennari í Reykjavík Makeup School.
Í Reykjavík Makeup School sé ég um að kenna tímabila farðanir og að búa til Face Chart. Mér finnst ótrúlega gaman að kenna í skólanum og er mjög þakklátur fyrir það tækifæri.

Nú var að bjóðast nýtt tækifæri og það er að byrja að blogga hér á Femme.is og er ég mjög spenntur fyrir það.
Hlakka til komandi tíma með ykkur!

Ig. @alexandersig
Makeup Ig. @facesbyalexsig

Þangað til næst
xxx
Alexander Sig