Hver er Anna ?

04 Dec 2017

Kæru lesendur Femme,


Ég heiti Anna S Bergmann Helgadóttir og mun vera gestabloggari hérna á Femme næstkomandi mánuði.

En til þess að þið getið kynnst mér aðeins betur þá er ég 22 ára bogamaður úr Garðabænum. Ég bjó í London síðastliðin tvö ár og var meðal annars í skóla þar, en núna er stödd á Íslandi og vinn í Alvogen.

 

Í London gekk ég í London College of Fashion og er þar búin með fyrsta ár í BSc Fashion Management. Ég ákvað í sumar að taka mér árspásu en mun halda áfram með námið mitt í nýrri borg næsta haust – Ég mun koma betur inn á það seinna.

Tískuheimurinn í heild sinni á hug minn og hjarta, en ég hef einnig mikinn áhuga á hreyfingu, menningu og ljósmyndun. Svo er ég líka algjör matgæðingur og finnst fátt skemmtilegra en að elda eitthvað gott!
Ég hef mikla ástríðu fyrir fallegum, djúsí yfirhöfnum og skóm, ég hlakka mikið til að sýna ykkur mitt persónulega safn ásamt því hvað er á óskalistanum!

Hér á Femme ætla ég að leyfa ykkur að fylgjast með mínu daglega lífi, mínum persónulega stíl og margt margt fleira. 


Ef þið viljið fylgjast betur með mér þá getið þið fylgt mér á instagram annasbergmann - er mjög virk þar. 

xx


Anna S Bergmann