Feeling 22

05 Dec 2017

Síðastliðinn miðvikudag átti ég 22 ára afmæli og hélt upp á það með mínum nánustu. Ég gerði ekki mikið heldur ákvað ég að taka því róleg og fór um kvöldið á einn af mínum uppáhalds stöðum í Reykjavík, Burro
Ég gjörsamlega elska matinn þar, hægt að velja úr allskyns réttum og ekki allt kjöt-based. Það hentar mér mjög vel þar sem að ég borða ekki kjöt og hef ekki gert síðastliðin fjögur ár. 

Ég átti í smá vandræðum með að ákveða outfit, ég vildi ekki vera of fín en heldur ekki of casual - Ég er nokkuð viss um að þið kannist við þetta lúxusvandamál ..  En endaði á því að fara í samfesting sem ég fékk frá Sisters Of The Tribe, það er ástralskt merki sem fæst t.d. á Asos. Við samfestinginn fór ég í Clyde boots frá Unif og glimmersokka. Skórnir eru mjög chunky og grófir svo þeir rokkuðu þetta outfit vel upp. Yfirhöfnin sem varð fyrir valinu var vintage pels sem ég fékk á Ebay og punkturinn yfir i-ið var Dionysus Gucci taskan mín. Mér finnst þetta vera mjög Önnulegt outfit enda fílaði ég mig mjög vel svona – Ég vona að þið séuð á sama máli!

 

Ég læt myndir fylgja:

 

Samfestingurinn fæst hér

Skórnir fást hér

Þangað til næst,

xx

 

Anna