Fögnuður í NYX Professional Makeup

06 Dec 2017

 

 

Eins og kom fram í minni fyrstu færslu að þá er ég að vinna í NYX Professional Makeup. Á morgun þann 7.desember verður mikið um að vera í verslun okkar í Hagkaup Kringlunni en þá erum við að halda upp á eins árs afmæli NYX Professional Makeup á Íslandi. Lofað er fjöri, afmælisköku, léttum drykkjum, góðri þjónustu og tilboð á stórglæsilegum snyrtivörum! 


 

 

Einnig fékk ég þann heiður að fá að vera með sýnikennslu í búðinni fyrir gesti. Ég mun sýna gestum glamourus hátíðar förðun að hætti NYX Professional Makeup og er sjúklega spenntur að sjá sem flesta! 

 

Við erum að taka inn helling af nýjum spennandi vörum sem ég mæli eindregið með að þið komið og kynnið ykkur. Nýjungarnar eru vægast sagt trylltar, meira úrval af förðum, augnskuggum, primerum og margt fleira enda mjög fjölbreytt úrval af allskonar snyrtivörum hjá okkur. 

En það er eitt af því sem heillaði mig hvað mest við þetta snyrtivörumerki er hvað úrvalið er mikið og gott, litaflóran á augnskuggum og varalitum sjúkleg og að allir geta fundið sér eitthvað fyrir sig. Sama hvort einstaklingurinn máli sig svo mikið sem ekkert eða ,,full glam” alla daga! 

 

Vonandi sé ég sem flesta og hlakka ótrúlega mikið til að eyða deginum með ykkur á morgun!