Greni um allt

07 Dec 2017

Greni er klárlega mitt go to jólaskraut í ár. Ég er búin að setja það um allt hús og hengja það á margt. Ljós í glugga, greni, kertaljós og þú ert komin með jólafíling í húsið. Ég tala nú ekki um ef það eru mandarínu og jólalykt með þessu.


Ég setti smá greni á nýja pov stjakan minn. Ég valdi mér stakja með vasanum þegar ég sá að ég gat haft kerti í honum líka, en það eru til þrjár týpur af nýja pov stjakanum. 

Ef þið viljið sjá meira, þá er hægt að sjá það í instastories hérna.