Glimmer á pakkana

09 Dec 2017

Ég er óvenju snemma í pökkunum þetta árið, á vanalega eftir að kaupa þá alla og hvað þá að pakka þeim inn. Ég er hinsvegar þetta árið búin að græja þetta eiginlega allt og langaði að sína ykkur útkomuna á pökkunum. 


Það mætti segja að þemað í ár væri glimmer en ég fann þennan einstaklega fallega gjafapappír í Target. Merkimiðarnir og böndin eru úr Söstrene Grene síðan á síðasta ári en ég átti alveg slatta í afgang og ákvað að nýta það með fallega glimmer gjafapappírnum.