Face Charts

11 Dec 2017

Mig langar aðeins að segja ykkur frá einu af því skemmtilegasta sem ég geri þegar kemur að makeup-i. En það er að búa til face chart.
Eins og fram kom í minni fyrstu færslu um sjálfan mig að þá er ég kennari í Reykjavík Makeup School. En þar er ég m.a. að sjá um Face Chart kennslur.


Fyrir þá sem ekki vita hvað face chart er, þá eru það útlínur af andliti á þykkum pappír sem hægt er að hanna förðun á. Notast er við sérstakan pappír sem tekur vel við augnskuggum, skyggingarlitum sem eru í púðurformi sem og aðrar púðurvörur. Ekki er hægt að nota farða eða snyrtivörur sem búnar eru til úr fljótandi- eða kremformúlum sem þorna ekki á pappír.
Face chört eru aðallega notuð á tískusýningum þar sem fyrirfram er búið að ákveða farðanir fyrir sýningar og allir förðunarfræðingar verða að fara nákvæmlega eftir. Einnig notast sumir förðunarfræðingar við Face Chört þegar verið er að ákveða hvernig förðun brúður vill vera með á stóra deginum.

Ég fékk t.d. það skemmtilega verkefni að gera Face Chört fyrir tískusýningar Reykjavík Fashion Festival seinastliðið vor. En annars er það eitt af mínum helstu áhugamálum að búa til Face Chart í frítíma mínum.
Listin við að búa til face chart heillaði mig strax og ég gat ekki beðið eftir mínum fyrsta face chart tíma þegar ég var að læra í Reykjavík Makeup School.
Ég eyði miklum tíma í að dunda mér við að búa til face chört og get setið klukkutímum saman í mínum eigin heimi og ekki tekið eftir því hvert tíminn flýgur!
Það er svo mikið sem hægt er að gera þegar það kemur að því að hanna förðun á face chart og því það má gera allt! Ef þú ert með frjótt ímyndunarafl og finnst gaman að mála og teikna að þá er þetta eitthvað sem ég mæli 1000% með að prufa!
 
Þar til næst
xxx

Alexander Sig

Ig @alexandersig
Makeup ig @facesbyalexsig

SaveSave