ÓSKALISTINN MINN

11 Dec 2017

Síðustu ár hef ég sett saman óskalista fyrir jólin, mínum nánustu til mikillar gleði. Þar sem að ég á einnig afmæli 26. des þá getur þetta verið smá hausverkur...
Það er alltaf hægt að tína eitthvað fallegt til og dundaði ég við það í sumarbústað um helgina. Það er svo notalegt að hlaða batteríin og taka algjöra slökun, baka og dúllast í bústað svona rétt fyrir jólin í fallegu vetrarveðri. 

Þessi færsla er ekki kostuð.

Þessi listi er að koma í seinna lagi en mér finnst allir vera mjög snemma í því í ár. Margir búnir að kaupa allar gjafirnar, pakka inn, setja upp jólatré og taka allt í gegn.
Ég er búin að kaupa flest allar gjafirnar en á aðeins eftir að gera fínt hér heima. Jólainnpökkunin fær aðeins að bíða en það er eitt af mínum uppáhalds jólaverkefnum og mun ég að öllum líkindum deila afrakstrinum með ykkur hér á blogginu. Þið getið séð pakkana mína í fyrra hér
_____________________________

Óskalistinn minn samanstendur af hlutum fyrir mig sjálfa og síðan fyrir heimilið.
Mig hefur lengi langað í úr frá Larsson & Jennings en ég hef verið að fylgja þessu fallega merki á instagram í smá tíma. Ég veit ekki til þess að það sé selt hér heima en hægt er að panta úrin á netinu hér. 

Blýantstekiningarnar hennar Rakelar eru guðdómlega fallegar og hefur mig lengi langað í eina slíka. Það er hægt að skoða úrvalið hér, svo er hún með skemmtilegan instagram account sem ég mæli með að fylgja hér

Hvíti lampinn frá Haf Store er sennilega á óskalistanum hjá mörgum enda með eindæmum fallegur. Verslunin opnar fljótlega og ég er orðin mjög spennt!

Byur rúllukragapeysa frá 66 fékk að fara á listann en hún er einfaldlega of kósí. Rauði liturinn er bjartur og fallegur á þessum myrku dögum. Fæst hér

Ég elska skartið frá fashionology og á nokkra hluti. Ég á þó bara silfurskart frá merkinu en langar að eignast lokka í gylltu. Fashionology fæst í Gk Reykjavík og hér

Flottur blómavasi er eitthvað sem mig vantar. Það eru til endalaust af fallegum vösum en þessi frá Bolia heillaði mig mest á netrúntinum sem ég átti um helgina. Hann fæst hér

Ég hef verið með plastmottu í eldhúsinu núna í rúmlega ár og elska hana. Hún er þó orðin nokkuð sjúskuð, sérstaklega því að Roskó veltir sér á henni daglega og elskar að klóra sér á henni. Sú gamla er frá pipar og salt og ákvað ég að kíkja á úrvalið þeirra of fann þessa hér og er mjög hrifin. 

Síðast er það ilmur sem Alexander gestabloggari hér á femme kynnti mér fyrir. Ilmurinn heitir Dark Wave frá OLO og er fáanlegur í Aftur. Unisex lykt í þyngri kanntinum sem er svo ótrúlega góð!