Pelsa Season

11 Dec 2017

Já það er sko sannarlega kominn vetur í Reykjavíkinni, ég veit ekki með ykkur en ég er farin að hafa með mér par af leðurhönskum hvert sem ég fer..

Í tilefni af -11°C þá finnst mér við hæfi að segja ykkur aðeins frá pelsa þráhyggjunni minni. Síðan að ég var lítil stelpa þá hef ég aldrei fílað úlpur og í dag á ég ekki eina einustu úlpu. Ekki misskilja mig, mér finnst margar úlpur mjög fallegar og flottar en persónulega þá kýs ég frekar pels eða kápu. Ég hef verið að safna að mér pelsum í nokkur ár núna og eru þeir margskonar eins og þeir eru fallegir. 

Uppáhalds pelsinn minn í augnablikinu er frá H&M, ég fékk hann á útsölu og tók hann í stærð 40 - ég vil frekar hafa þá smá oversized og djúsí. En sá pels er leopard mynstraður og er eiginlega bara fullkominn í alla staði! Ég er allavega voða skotin í honum. Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram hafið oftar en ekki séð hann á myndum hjá mér, en ég nota hann mjög mikið. 

Á pelsa-óskalistanum mínum er burgundy pels og annar brúnn í lengri kantinum, eins og þessi hér fyrir neðan frá & Other Stories.

Ég tók saman nokkra pelsa frá allskyns merkjum sem mættu alveg verða mínir:


 


Gucci pelsinn er algjört augnakonfekt. A girl can dream ..

Svo langaði mig að sýna ykkur mitt persónulega safn:Hér að ofan er mynd af yfirhafnasláinni minni, en þetta er brot af því besta sem ég á.. í augnablikinu 

Hér að neðan eru nokkrar myndir af mér í pelsunum mínum sem ég hef deilt á Instagram. 

Þangað til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann