Myndir frá Instagraminu góða

12 Dec 2017

Uppáhalds miðillinn minn er án efa Instagram - Sú stund sem að ég létt stílisera heima hjá mér með góðum kaffibolla og vinn myndirnar yfir á gramið er orðið að pínu áhugamáli. 

Ég geri mér alveg grein fyrir því að flestar myndir á Instagram eru ekki í takt við raunveruleikann, en þetta consept að skapa sér aðgang með fallegum myndum sem eru meðvitað coordinate-aðar þykir mér skemmtilegt. Og jú að sama skapi ótrúlega uppstilltar. Ég er allavega aðeins farin að hafa það á bakvið eyrað hvernig prófíllinn í heild sinni lúkkar, ekki hver mynd hverju sinni.

Reyndar er ég ennþá bara að taka þetta á símanum en draumurinn er að eiga netta en mjög góða myndavél til að taka þetta á hærra plan. 

Mitt mynstur er að ég horfi alltaf á fyrstu níu myndirnar og reyni að skapa einskonar lookbook og hafa litina svipaða.
Hér eru dæmi: 
 
________


____


____


Ef þið viljið sjá meira þá er ég nokkuð dugleg á Instagram og ykkur er að sjálfsögðu velkomið að fylgjast með xx
Þið finnið mig hér --- @sdgudjons