Uppáhalds pasta salatið mitt

13 Dec 2017

Ég er búin að gera þetta pasta salat nokkrum sinnum og það er orðið uppáhald á mínu heimili. Uppskriftina fann ég í Cravings sem er bókin hennar Chrissy Teigen. Ég breytti henni aðeins og bætti við því sem mér finnst gott. Ég bauð upp á þetta salat í matarboði í vikunni og það sló í gegn.
Ég nota Orzo pasta en ég veit að það er erfitt að finna það á Íslandi en það er auðvitað hægt að nota allar tegundir af pasta en þó þægilegra að nota smærri tegundir.
 Fyrir salatið:

1 lítill blómkálshaus
4 msk ólífuolía
3 hvítlauskgeirar
200 g pasta
1 lítill rauðlaukur
1 bolli fetaostur (lítil krukka)
Granatepli eða þurrkuð trönuber
6-8 saxaðir sólþurrkaðir tómatar
4 stórar lúkur spínat
salt & piparSalat dressing:

3 matskeiðar olífuolía
3 matskeiðar sítrónusafi
1 teskeið hunang
1 teskeið dijon sinnep
salt&pipar


Leiðbeiningar:

Hitið ofninn í 180 gráður.
Byrjið á því að rífa blómkálið í litla bita.
Setjið blómkálið í skál með 3 matskeiðum af ólífuolíu, smátt söxuðum hvítlauk, salti og pipar og blandaðu saman. Dreifið blómkálinu á stóra ofnplötu og bakið í ofninum þar til það tekur á sig smá brúnan til, um 20-25 mínútur. Setjið til hliðar og látið kólna.

Sjóðið vatn í potti á meðan og eldið pastað þar til það er "al dente" eða ca. 2 mínútum minna en pakkinn segir. Þegar pastað er tilbúð skolið það undir köldu vatni og hellið smá olíu yfir.

Til þess að búa til salat dressinguna hrærið saman ólífuolía, sítrónusafa, hunang, sinnep, salt og pipar skál. Setjið pastað í stóra skál með blómkálinu, rauðlauknum, fetaosti, sólþurrkuðum tómötum og granateplinu. Blandið öllu saman með salat dressingunni. Bætið við spínati og blandið saman einu sinni enn. Smakkið til með meira salti og pipar, ef ykkar eigin þörfum. 

Ef þið prófið þessa uppskrift þætti mér gaman að fá að vita. Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan eða taktu mynd og # á myndinni á Instagram #femmeisland