Spúútnik Myndataka

14 Dec 2017

Fyrir tveimur vikum sá ég um förðun í myndatöku fyrir fatabúðina Spúútnik. Sú myndataka var einstaklega skemmtileg þar sem ég var að vinna með tveimur af mínum bestu vinkonum. Vaka Alfreðsdóttir sá um að taka myndirnar, en hún er nemandi í Ljósmyndaskólanum og Karin Sveinsdóttir sá um þessar trylltu stíliseringar. 

 

Ég vann í Spúútnik á Laugaveginum í tæp tvö ár þar til ég ákvað að segja skilið við búðina til að einbeita mér algjörlega að förðunarheiminum. Á þessum tveimur árum sem ég starfaði í búðinni eignaðist ég marga af mínum bestu vinum og mun þessi búð alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. 

 

Ljósmydari - Vaka Alfreðsdóttir

 

Fyrir þá sem ekki vita  hvaða búð Spúútnik er þá er það vintage búð sem er staðsett á Laugavegi 28 B og Kringlunni og er hún stútfull af allskonar gulli og gersemum. 

Ljósmyndari - Vaka Alfreðsdóttir 

 

Við fengum Thelmu Torfa til að sitja fyrir í tökunum enda ótrúlega falleg stelpa og hörku gott módel. Okkur langaði að hafa myndirnar sem mest grípandi og áherslan var lögð  á að auglýsa að sjálfsögðu fatnaðinn en við vildum einnig hafa flotta förðun. Við vorum öll sammála um að förðunin ætti að vera litrík en einföld. 

Ljósmyndari - Vaka Alfreðsdóttir 

Þegar ég er að farða í tökum fyrir tískufataverslanir eða tímarit legg ég mikla áherslu á að ná fram fallegri húð. Ég vill alltaf hafa dewy og ljómandi húð og mér finnst húðin alltaf vera númer 1, 2 og 3 þegar kemur að því að gera fallega förðun. 

Ljósmyndari - Vaka Alfreðsdóttir 

 

Ég er svo ótrúlega ánægður með útkomuna á myndunum og það var svo gaman að vinna með snillingunum mínum! Vonandi líst ykkur vel á þær x

Þið getið líka séð fleiri myndir á Instagram síðu Spúútnik - @spuutnikreykjavik og svo mun ég líka setja eitthvað af myndunum á makeup instagramið mitt @facesbyalexsig á næstunni.

 

Þar til næst! 

xxx

Alexander Sig

 

Ig @alexandersig

Makeup Ig @facesbyalexsig