Dear Santa ..

15 Dec 2017

Mér finnst ég vera skyldug því að deila með ykkur smá brot af óskalistanum mínum .. 

Við fjölskyldan ákváðum samt sem áður að sleppa öllum jólagjöfum í ár þar sem að við munum vera á Bali. Ferðin mun vera jólagjöf frá okkur til okkar, sem að mínu mati er nú ekki af verri endanum. Því samvera og upplifanir með þínum nánustu er dýrmætara en allir hlutir. En eins og flestir þá langar mig alltaf í eitthvað nýtt og fallegt. Það er óvenju lítið af fatnaði sem mig langar í, enda er ég voðalega dugleg við það að kaupa strax það sem mig langar í - það er eiginlega orðið að smá vandamáli haha .. 

Hér kemur óskalistinn minn:(Frá vinstri til hægri)

Þessi pels er frá Acne Studios og hefur verið á óskalistanum í dágóðan tíma. Hann var meðal annars á pelsa óskalistanum mínum sem ég ræddi um hér. Ég elska svona ljósa fallega pelsa en þennan er hægt að skoða betur hér

 

Louis Vuitton Keepall .. Ég ætla að fá mér þessa í jólagjöf, frá mér til mín. Á leiðinni til Balí mun ég millilenda á Heathrow og er ég svo heppin að mér var boðin sérstök personal shopping þjónusta, ég verð sótt á mitt terminal og færð yfir á terminalið sem LV búðin er - þvílíkur lúxus! Ég hafði hugsað mér að nota hana sem tösku fyrir ræktina, en mig hefur vantað góða og fallega ræktartösku í langan tíma. Ég er núna að nota tösku sem mamma mín á svo að það er svo sannarlega kominn tími á þessa fjárfestingu. Ég fer það oft í ræktina að mig langaði að kaupa mér fallega tösku sem ég mun geta átt lengi en hún hefur líka gott notagildi eins og t.d þegar ég ferðast. Þessar töskur koma í mörgum stærðum og gerðum, það er hægt að skoða betur hér.

 

Mig dreymir um þessa kaffivél. Hún er með flóara sem er mjög hentugt fyrir mig - ég elska barista haframjólkina frá Oatly sem er ótrúlega góð í kaffi. Hún er ein af frægu Nespresso vélunum, það er rosa gott úrval af þeim bæði í Elko og auðvitað nýju glæsilegu Nespresso búðinni í Kringlunni. Ég mæli með að gera sér ferð í þessa fallegu búð, ég er reyndar smá kaffinörd og finnst mjög skemmtilegt að skoða fallegar vélar og allskyns kaffi. En ég hugsa að ég kaupi mér svona vél fyrr en síðar og tek hana svo með mér til Milano þegar ég flyt í haust. Íbúðin mun samanstanda af fötum, sjálfri mér og kaffi.

 

Hárband í anda Blair Waldorf, ég er með sjúkt thing fyrir svona fallegu hárskrauti í augnablikinu. Þetta er frá fallega merkinu Deepa Gurnani sem er hægt að fá í Maia Verslun á Laugarveginum. Á vefsíðu merkisins er úrvalið endalaust, hægt að skoða hér.

 

Ég er alls ekki góð í að mála mig og hvað þá um augun en mér finnst þessi Naked palleta frá Urban Decay bara svo ótrúlega flott. Þetta eru akkúrat litirnir sem ég nota, brons-brúnir, gylltir og dökkir. Þarf að eignast hana .. en þessar pallettur fást m.a. í Hagkaup. 

 

Þessi lampi frá Vita Copenhagen er svo mikið bjútí, ég bilast .. Ég sá hann á Instagram hjá einni skvísu sem ég fylgi og ég hef ekki hætt að hugsa um hann síðan. Hann heitir Eos feather lamp og fæst m.a. í Ilvu.

 

Þessir strigaskór eru frá Alexander McQueen og eru trylltir, fást m.a. í Selfridges og Alexander McQueen búðunum. Einfaldir en fallegir strigaskór sem passa við allt. 

 

Auðvitað langar mig í serum-ið frá Bioeffect sem allir eru að tala um. Ég er í augnablikinu að nota serum-ið frá Ole Hendriksen sem ég mæli með, en ég talaði aðeins um það á insta stories hjá Femme um seinustu helgi. Ég sé og finn rosa mun á húðinni minni eftir að ég byrjaði að nota serum og væri mjög til í að prófa þetta undur frá Bioeffect. Vörurnar frá Bioeffect fást m.a. í Lyf og Heilsu.

 

Á óskalistanum í augnablikinu er óvenjulítið af fatnaði en ég væri alveg til í að eignast þessa fallegu peysu frá 66°Norður. Hún heitir Bylur og fæst í navy, dökkgrænu, þessum lit hér að ofan (rauð-appelsínugul) og off-white sem mér finnst líka mjög falleg. En ef ég man rétt þá var hún líka til í gráu, en ég hugsa að hún sé uppseld.. Hægt er að skoða úrvalið hér.

 

Þessi gleraugu eru frá Le Specs en ég fékk mér einmitt mjög svipuð frá Asos. Þau fást hér. Ég er voðalega skotin í þessu cat eye looki, mér finnst það svo heillandi. 

 

Ég er búin að skoða þessi Louis Vuitton stígvél í dágóðan tíma en þau eru því miður löngu uppseld og voðalega erfitt að næla sér í par. Elsku jólasveinn, má ég fá þessa í skóinn.. ?

 

Eftir að hafa fylgst með RVK Fit stelpunum á samfélagsmiðlum þá hef ég kynnst þessu sippubandi, en þetta á víst að vera það besta. Ég á eitt sippuband sem er að detta í sundur og það er alls ekki þægilegt, svo að ég hugsa að það sé alveg kominn tími á nýtt. Þetta sippuband fæst hér. 

 

Eftir að hafa séð þetta sjúklega fallega ljós hjá einni góðri vinkonu þá hef ég ekki hætt að hugsa um það. Ég sé það alveg fyrir mér annað hvort inni hjá mér eða í íbúðinni minni í Milano - já ég er byrjuð að innrétta í höfðinu á mér, call me crazy.. En þetta ljós heitir New Wave Optic frá Design by us og fæst í Snúrunni. Þetta ljós er búið að vera mjög vinsælt og gjörsamleg rauk út hjá þeim. Hægt er að skoða úrvalið hér.

 

Vona að þessi listi hjálpi einhverjum sem er í jólagjafaleit!

 

Þangað til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann